Laugardagur, 16. desember 2006
Er þörf á að fjölga flokkum?
Fréttir berast af því að aldraðir hyggi á framboð í þingkosningunum í vor til að leggja áherslu á bætt kjör sín. Sama á hugsanlega við um náttúruverndarfólk í uppreisn gegn stóriðjustefnu og landspjöllum af völdum stórvirkjana. Bæði þessi málefni eru þess eðlis að þau hljóta og eiga að verða meðal helstu umræðuefna í komandi kosningabaráttu. En ég efast mjög um að neinum sé greiði gerður með sérframboðum. Eins-máls-framboð hafa sjaldan borið mikinn árangur. Í rauninni er Kvennalistinn eina dæmið um velheppnað framboð af þessu tagi á síðari áratugum enda með breiðari skírskotun. Misheppnað framboð aldraðra eða náttúruverndarmanna geta skaðað málstað þeirra fremur en hitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
þyrfti fleiri flokka
Ólafur fannberg, 16.12.2006 kl. 22:36
Það er augljóst að þessar vangaveltur eru aðeins til komnar vegna þreytu. Fólk er orðið labgþreytt á endalausu úrræðaleysi gömlu flokkanna.
Þóra (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 11:02
Lýdraidi er hagit se ad stofna flokka um málefni sem brennur á monnum.
Ef thad er eiitthvad vandasamt er loggjofinn ekki lýdraidisleg.
Árni Bjorn Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 11:04
Eigum við ekki bara að krýna FJÓRFLOKKINNN í Dómkirkjunni á nýársdag? Leggja af lýðræði á Íslandi?
Nei, orð þín eru til vitnis um brýna þörf á endurýjun. Rjúfa þarf stöðnun og spillingu.
Ekki hefur maður lyst á að kjósa VG með forréttindahyggju og spillingu fyrir stafni. Ég er þar að vísa til eftirlaunasamsærisins. Það afhjúpaði ekki aðeins formanninn , heldur allan þingflokkinn.
Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 11:41
Vandamálið felst náttúrulega í flokksræðinu - sem er farið að buga lýðræðið. Það er hreinlega erfitt að koma að nýjum áherslum eða málefnum. Það er ómögulegt að fara fram með nokkurt mál inn í kosningar nema með því að stofna flokk og það er ekkert smáræði, að standa í því. Þannig er að löggjöfin okkar gerir nýjum flokkum afar erfitt um vik. Þeir fá enga fjármuni til rekstrar eins og þeir flokkar sem fyrir eru. Þar með verður kosningabaráttan þeim töluvert þyngri. Einnig eru mjög ströng ákvæði í lögum varðandi stuðningsundirskriftir, frambjóðendur o.fl.
Það getur verið að þessi lög þurfi að vera frekar stíf en þetta leggst allt á eina sveif. Það er afar erfitt að brjóta upp flokksvaldið - flokkaræðið - sem nú er til staðar. Í raun þyrftu einstaklingar að geta boðið fram. Bara með sín málefni, sínar áherslur og sínar meininar. Þannig tel ég að einstaklingskosningar væru heppilegastar. Menn gætu svo bundist saman í flokka, samt sem áður, til þess að tryggja betur brautargengi einhverra mála, en þegar kæmi að kosningum þá væri hver þar fyrir sig.
Þetta er gróft sett fram hér, enda væri nær að skrifa um þetta töluverðan pistil, grein eða jafnvel lítið rit. Þetta er ekki einfalt eða fljót afgreitt. Ég er þó þeirrar skoðunar - eins og áður sagði - að núverandi kerfi sé töluvert gallað á þann máta að við höfum færst frá lýðræði yfir í einhvers konar flokksræði.
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 17.12.2006 kl. 17:24
Ég vil benda á færslu á blogginu hans Björns Inga til þess að undirstrika hve skakkt menn eru farnir að horfa, að mínu mati. Samkvæmt Birni hafa nýsamþykkt lög um fjármál flokka þau áhrif að nýir flokkar undirgangast sömu skilyrði og þeir flokkar sem þegar eru starfandi. Þannig er hámarks styrkveiting 300.000 krónur. Það sem Björn Ingi nefnir ekki er að þeir peningar sem ríkið lætur flokkunum í té fer allt saman til þeirra flokka sem eiga, nú þegar, fulltrúa á þingi. Ekki ein króna rennur til nýrra framboða. Þessi nýju lög hafa því enn styrkt flokksvaldið sem fer, að ég tel, bráðlega að skrumskæla lýðræðið.
J#
Jónas Björgvin Antonsson, 17.12.2006 kl. 22:04
Já ég held að það sé hæpið að tala um Kvennalistann sem eins-máls-framboð. Jafnréttismál á þeim tíma sem hann kom fram, og reyndar bara yfirhöfuð, hafa svo rosalega breiða skírskotun.
Egill Óskarsson, 18.12.2006 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.