Ný fjárkúgun í uppsiglingu?

Ýmislegt bendir til þess að nú fyrir áramótin muni framkvæmdastjórn ESB reyna að þvinga Íslendinga til að auka greiðslur sínar í sjóði ESB um mörg hundruð milljónir króna ef marka má frétt í norska blaðinu Nationen 9. des. s.l. Tilefnið er innganga Rúmena og Búlgara í ESB um áramótin en ESB-ríki verða jafnframt að vera aðilar að EES. Í þeim samningi var gert ráð fyrir greiðslum Noregs, Íslands og Lichtenstein í sjóði ESB í fimm ár. En þegar þeim tíma lauk hóf ESB að þvinga Noreg, Ísland og Lichtenstein til að halda þeim greiðslum áfram þvert á efni samningsins og enn jukust kröfurnar þegar ný aðildarríki ESB bættust við. Þó skal tekið fram að greiðslur okkar til ESB út af EES-samningnum eru aðeins brot af því sem yrði ef við gerðumst aðilar að ESB.

Frá Noregi berast nú þær fréttir að viðbótarupphæðin sem ESB reynir að ná út úr Norðmönnum sé hálfur milljarður norskra króna, þ.e. um 6000 millj. ísl kr. Hver krafan er á hendur Íslendingum hefur ekki komið fram í fréttum svo mér sé kunnugt um. En vafalaust nemur hún a.m.k. hátt á annað hundrað milljónum króna. Er ekki tími til kominn að fjölmiðlar grennslist fyrir um þetta mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sammála ofanverðu

olafur fannberg (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 03:27

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála ofanverðu

Ólafur fannberg, 15.12.2006 kl. 03:27

3 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

hehe, ótrúlega er hún þröngsýn þessi heimsýn hjá ykkur. Það að Ísland fari að segja upp EES er svo fjarstæðukennt í þessu nútímasamfélagi sem við búum í, að þetta verður næstum að þykja fyndið.

Þótt að ESB vilji fá hátt á tvö hundruð miljónir til viðbótar fyrir aðild okkar að innri markaði Evrópusambandsins þá þurfum við ekki að fara skæla! Við erum nú að borga 500 miljónir fyrir besta mögulega aðgang að því viðskiptasvæði sem við erum að eiga 70% viðskipta okkar við, og það þarf að bætast margfalt meira en 150 miljónir við til þess að við getum farið að kalla þetta fjárkúgun eða valdníðslu. Einhverjir skæla það kannski að smápeningum frá Íslandi sé eytt í uppbyggingu atvinnuvega í Austur-Evrópu, en það fyndna er að það er oft þeim sömu og eru að kvarta mest yfir erlendu vinnuafli á íslandi. Aðrir eru tilbúnir að horfa á heildarmyndina, og fagna bæði uppbyggingu fátækra ríkja og því að ódýrara vinnuafl haldi niður verðbólgunni hér á íslandi.

Það er hinsvegar rétt hjá þér að greiðslur okkar til ESB yrðu mun hærri við inngöngu, því þá gætu þær orðið allt að 1,27% af landsframleiðslu. Það má hinsvegar ekki gleyma því að ávinningurinn við það að geta tekið upp stöðugan gjaldmiðil í stað minnsta gjaldmiðils í heimi er mjög mikill (t.d. er hver fjölskylda á Íslandi að borga yfir miljón fyrir krónuna bara á þessu ári!). Áhrif þess að þurfa að aðlaga Landbúnað á íslandi þeim lagaramma sem ESB setur myndi einnig lækka styrki til bænda um nokkura miljarða, og lækka matarverð til neytenda um allt að 40%.

Spurning hvort það sé ekki kominn tími til að fjölmiðlar grennslist fyrir um það mál? og hvort það standi steinn yfir steini í málflutningi þínum í Evrópumálum yfir höfuð?

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 15.12.2006 kl. 21:03

4 identicon

Þetta er vond rökfræði hjá þér. Við höfum ágæta viðskiptasamninga við Búlgaríu og Rúmeníu og eigum ekki að þurfa að borga ESB fyrir að halda þeim viðskiptum áfram. Þetta er fjárkúgun vegna þess að EES-samningurinn gerði ekki ráð fyrir þessum aukagreiðslum. Háir vextir á Íslandi stafa af ofþenslu í hagkerfinu. Það vandamál hyrfi ekki þótt við værum í ESB. Það er rökleysi að sá vandi leysist með ESB-aðild.

ragnarna (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 21:21

5 identicon

Allt þetta sem þú nefnir - með matvælarverðið, landbúnaðarstyrkina o.s.frv. - er hægt að laga án þess að ganga í Evrópusambandið (nákvæmlega engin trygging er reyndar t.a.m. fyrir því matvælaverð lækki við aðild að Evrópusambandinu hvað sem líður óskhyggju einhverra). Meira að segja forystumenn í Samfylkingunni (t.a.m. Ágúst Ólafur) hafa viðurkennt það. En hvers vegna vill flokkurinn þá ganga í sambandið til þess að reyna að laga þetta? Hvers vegna stefnir hann ekki bara að því að komast í ríkisstjórn og laga þetta sjálfur?

Ætli það sé ekki um að ræða sama aumingjaskap og skort á sjálfstrausti sem fékk Össur Skarphéðinsson, þáverandi formann Samfylkingarinnar, til að lýsa því yfir í byrjun árs 2003 að ljóst væri að Ísland myndi ekki ganga í Evrópusambandið nema Sjálfstæðisflokkurinn breytti afstöðu sinni gagnvart því? Hvað varð um stóra flokkinn sem Samfylkingin ætlaði víst að verða?

Og hvers vegna er þá þessu haldið að íslenskum almenningi að við þurfum að ganga í Evrópusambandið til að laga þessa hluti? Þetta er ekkert annað en ómerkileg tilraun til þess að blekkja almenning.

Hjörtur J. Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband