Viðræður við ESB í hnút og aðeins 10 dagar til stefnu

Í Mbl. í dag er staðfest að ESB er að reyna að þvinga Íslendinga til að greiða háar fjárhæðir þvert á ákvæði EES eins og ég benti á í bloggi mínu, 14. des s.l: Ný fjárkúgun í uppsiglingu. Sumum fannst þá of sterkt til orða tekið. En það sýnist mér ekki. Viðskiptasamningar Íslands og Noregs við Rúmeníu og Búlgaríu falla niður um áramótin vegna þess að aðildarríki ESB glata samningsrétti sínum við inngöngu í ESB. Viðskiptin sem truflast og falla niður meðan þetta ástand varir eru ekki aðeins til hagsbóta fyrir Ísland og Noreg heldur ekkert síður fyrir Búlgaríu og Rúmeníu. Að öllu eðlilegu ætti því ESB að sjá til þess að viðskiptakjör milli þessara fjögurra ríkja héldust óbreytt og ótrufluð eins og þau hafa verið undanfarin ár án nýrra fjárframlaga. En forystumenn ESB sjá þarna færi á að kúga fé út úr Norðmönnum og Íslendingum og nýta sér það óspart.  Samkvæmt frétt Morgunblaðsins er þess krafist að Íslendingar bæti 150-300 milljónum kr. í púkkið. Íslenska utanríkisráðuneytið mun hafa gefið í skyn að Íslendingar séu til í tuskið ef þeir fái nú loks tollalækkanir á fáeinum útflutningsafurðum sem enn bera toll hjá ESB, svo sem humar, fersk karfaflök og frosin steinbítsflök. Norðmönnum er hins vegar ætlað að hækka greiðslur sínar um 36,5 millj. evra (þ.e. 3.356 millj. ísl. kr.) og því harðneita þeir. “Viðræðurnar eru í hnút”, segir Mbl. og þarf enginn að vera hissa á því. 150-300 millj. kr. viðbótargreiðsla Íslands til ESB er þó ekki nema brot af því sem við ættum að greiða ef við gengjum í ESB og því má segja að í þetta sinn sleppi Íslendingar með skrekkinn. En vinnubrögð ESB í þessu mál þvert á gerða samninga sýna hvernig kaupin gerist á eyrinni á þeim bæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

reyndar litið fylgst með þessu farið algörlega framhjá mér en greinilegt að eitthvað gruggugt er i gangi hjá ESB.

Ólafur fannberg, 22.12.2006 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband